Um Garnes Data

Garnes Data er tænkifyrirtæki sem er 100% í eigu starfsfólks. Garnes Data er með aðsetur í Ósló, Þrándheimi, Reykjavík og víðar. Við þjónum yfir 600 fyrirtækjum og bjóðum upp á heildarlausn í upplýsingatækni, sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við sinnum Noregi og Íslandi á landsvísu.

Okkar framtíðarsýn er að veita viðskiptavinum okkar örugga og bestu mögulegu upplýsingatæknilausn á sanngjörnu og fyrirsjáanlegu verði. Við ábyrgjumst okkar þjónustu og okkar fókus er á persónulegri þjónustu. 

Garnes Data er eitt af mörgum tæknifyrirtækjum í Garnes Group. Við erum starfandi í Noregi, Íslandi og Sri Lanka. Alls hefur Garnes Group um 1.000 fyrirtæki í viðskiptum. 

Nokkur dæmi um viðskiptavini

Við sérhæfum okkur í litlum og meðalstórum fyrirtækjum en við höfum viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum. Hér eru nokkur þeirra:

Snøhetta
Heimsleiðandi arkitekt- og hönnunarfyrirtæki. Við erum með alþjóðlega uppsetningu fyrir Snøhetta og veitum þeim alhliða þjónustu.

Malthe Winje
Norrænt verkfræði- og tæknifyrirtæki sem er staðsett víða um heim. Við sjáum um þeirra upplýsingatækimál að öllu leiti. 

Matspecialen
Leiðandi veitingaþjónustufyrirtæki í Ósló, þekkt fyrir gæði og umhverfisábyrgð. Við sjáum um þeirra upplýsingatækimál að öllu leiti. 

Fast food service Norge
Markaðsleiðandi í búnaði og þjónustu fyrir skyndibita geirann. Við sjáum um þeirra upplýsingatækimál. 

Norska kvikmyndastofnunin
Framkvæmdaraðili sem fellur undir Norska Menntamálaráðuneytið. Við veitum ráðgjöf, skýþjónustu, leyfi og rekstur / eftirlit.

Nokkrir lykilstarfsmenn

Tore-128007-WEB

Tore Foss

CEO, Forstjóri

Tore hefur yfir 20 ára reynslu af fyrirtækjastjórnun í ólíkum geirum og í mörgum heimsálfum. Bakgrunnur hans felur í sér mikla frumkvöðlastarfsemi - síðasta áratuginn í upplýsingatækni og tækni, hann er einnig með MSc í eðlisfræði frá UiO. Að auki er Tore forstjóri Garnes Group og hefur nokkur mismunandi hlutverk í fyrirtækjum samstæðunnar.

Elias - 128587 WEB (2)

Elías Björnsson

Partner, IT Arkitekt

Elías er austfirðingur í grunninn og að sjálfsögðu mjög svo stoltur af því. Fjölhæfur kerfisstjóri með tugi ára reynslu frá upplýsingatæknigeiranum. Elías vinnur þétt með okkar viðskiptavinum og leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu. Fljótur og fús til að læra nýja hluti og sífellt að bæta þekkingu sína. Elías hefur starfað bæði innanlands og erlendis.

Natacha-127552-WEB

Natacha Askestrand

CMO, Sölu- og Markaðsstjóri

Natacha hefur 13 ára reynslu í upplýsingatæknigeiranum í sölu og markaðssetningu - þar á meðal frá Microsoft og Lumagate. Hún sérhæfir sig í að setja saman lausnir sem passa við þarfir mismunandi fyrirtækja nú og í framtíðinni, ekki síst fyrir „skýjaferðina“ sem þúsundir fyrirtækja eru nú þegar í eða eru að taka sín fyrstu skref.