Sjálfvirk undirskrift tölvupósta og Teams

Bættu Teams hnappi við undirskriftina hjá þér, bættu skilvirknina og hættu með endalausan tölvupóst fram og til baka. 

Frá og með deginum í dag getur þú bætt „Spjöllum á Teams“ hnappnum við allar undirskriftir tölvupósts starfsmanna þinna með Letsignit. Þessi flotti nýi eiginleiki gerir viðskiptavinum þínum kleift að hefja spjall samstundis á Microsoft Teams beint úr tölvupóstinum.

Spjallaðu, sendu skrár eða myndir, reifaðu hugmyndir eða hoppaðu í myndsímtal o.s.frv. Persónulegri og skilvirkari samskipti með einum smelli.

 

NÁNAR UM LETSIGNIT

Miðlæg stýring og hönnun undirskrifta í tölvupóstum.
Skiptir engu máli hvort um er að ræða vefpóst, Outlook eða farsíma.

Letsignit gefur þér fulla stjórn á öllum undirskriftum fyrirtækisins. Þú getur búið til mismunandi undirskriftir fyrir mismunandi teymi / deildir. Á sama tíma getur þú keyrt herferðir undir undirskriftinni.

Þú getur samstillt Letsignit við Office 365 eða Google reikninginn þinn, nokkuð sem auðveldar mjög innleiðingu og yfirsýn. Allt sem starfsmennirnir þurfa að gera er að hlaða niður Letsignit forritinu á tölvuna og þeir fá sjálfkrafa þær uppfærslur sem þú gerir á undirskrift og borða.

Frá stjórnborðinu hefur þú yfirsýn yfir alla starfsmenn þína, hinar ýmsu undirskriftir og herferðirnar þínar.

MEIRI SKILVIRKNI

  • Hægt að hafa borða undir undirskrift með auglýsingum, upplýsingum o.fl. og þannig ná athygli viðtakanda á einfaldan og ódýran hátt
  • Þú sérð hvað margir velja að klikka á borðann og getur því metið hvaða borðar virka best

SPARNAÐUR

  • Sparar tíma, dæmi nýr starfsmaður fær sjálfkrafa sína undirskrift og þarf ekki að eyða tíma í að gera hana sjálfur.

EINFALT Í NOTKUN

  • Allir með eins útlit á tölvupósta undirskriftum og um leið faglegt útlit. Styrkir ímynd fyrirtækis.
  • Undirskriftin er alltaf til staðar sama hvort það er tölva eða farsími
  • Einfalt að breyta og bæta ef með þarf

DÆMI UM LETSIGNIT UNDIRSKRIFT OG BANNER UNDIR