Fjarvinna & Fjarfundir

Það hefur verið mikið að gera undanfarið að hjálpa okkar viðskiptavinum að innleiða fjarvinnu og fjarfunda lausnir og þar hefur Microsoft Teams lausnin gengt lykil hlutverki.

Microsoft Teams er lausn sem einfaldar samvinnu innan hópa.

 Í Teams getur þú boðið samstarfsmönnum í spjall, myndfundi, deilt og unnið saman í skjölum tengdum verkefnum og haldið fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt. 

Við getum tengt Teams við símkerfið, öll samskipti á einum stað. Einfalt og einnig sparnaður í tíma og peningum. 

Hægt er að sækja Microsoft Teams í iOS og Android snjallsíma og snjalltæki og Microsoft Teams hefur verið þýtt yfir á Íslensku.

Við hjálpum þér að velja þá leið sem hentar best til að aðlaga reksturinn að dreifðu vinnuumhverfi.  

Hafðu samband til að fá ráðgjöf varðandi högun fjarvinnu þinna starfsmanna.