BLENDINGS SKÝ

BLENDINGS SKÝ - HYBRID CLOUD

Garnes Data er með eigin nútíma tölvuver í Osló þar sem við getum veitt þá þjónustu sem fyrirtækið þarfnast.

Garnes Data bjóða uppá ský, blandað ský og hefðbundna netþjónahýsingu í miklum gæðum á sanngjörnu verði. Við erum með sveigjanlega samninga án binditíma, og við erum með valkosti sem kosta 0 kr. í upphafi.

Við erum með langa reynslu í flutningi gagna á milli ólíkra kerfa. Við getum boðið okkar eigin, góðu skilmála fyrir stofnkostnað. Í okkar tækniliði eru reynslumiklir sérfræðingar sem hafa reynslu af nánu samstarfi við bæði Microsoft og öðrum leiðandi tæknifyrirtækjum. Þess vegna getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á nýstárlegustu og framsæknustu lausnirnar – einnig fyrir lítil fyrirtæki, á bestu kjörum á markaðnum. Sem dæmi um þetta eru má nefna Internet of Things (IoT) lausnir, endurheimtingu og lagfæringu skýja-óhappa, auðkennastjórnun (Identity Management) og öryggismál, ásamt fleiru.

Við elskum áskoranir og að fá sem mest fyrir hverja krónu sem sett er í upplýsingatækni – við bjóðum þínar áskoranir velkomnar.

Við einföldum ferð þína um skýið!

Garnes Data eru sérfræðingar í skýjalausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Hjá okkur ertu vel undirbúin fyrir það sem koma skal, en jafnframt með skynsamlegar og einfaldar lausnir fyrir verkefni dagsins í dag.

Meðal þjónustu okkar

Við höfum mikinn metnað fyrir bæði gæði og breidd

checklist icon

SÉRFRÆÐINGAR í TÖLVUBÚNAÐI

Í janúar s.l. yfirtókum við virtu Apple sérfræðingana, til meira en 25 ára, hjá 1-2-3 data. Þeir hafa sterka stöðu sem sérfræðingar í Apple og Adobe á norskum B2B markaði. Við erum á fleygiferð með að þróa áfram og útvíkka reksturinn með sömu áherslum á hæfni og gæða þjónustu til viðskiptavina okkar en með aukinni afkastagetu sem tækniþjónusta með heildarlausnir.

checklist icon

INNVIÐIR

Í tækniliði okkar eru margir reyndir innviða-sérfræðingar og lausna-arkitektar. Daglega vinnum við með útbúnað frá ólíkum leiðandi framleiðendum í smáu og stóru tækniumhverfi. Við sérhæfum okkur einnig í blönduðu umhverfi, sem er raunveruleiki dæmigerða norskra fyrirtækja.

checklist icon

STÆRRI VERKEFNI

Við erum með marga þungavigtar ráðgjafa á sviði upplýsingatækni með öryggispróf og vottanir á háu stigi. Við veitum ráðgjöf við fjölmörg stærri verkefni, bæði sem verktakar og sem fastir samstarfsaðilar. Sem dæmi um þetta eru tækniáætlanir fyrir fjölnotahús, áætlun um innleiðingu skýjalausna, og öryggismál á heimsvísu eru bara nokkur fá dæmi um slík verkefni sem við höfum fengist við á síðustu mánuðum.