Um okkur

Um Garnes Data

Garnes Data er upplýsingatæknifyrirtæki, með höfuðstöðvar í Osló, sem er 100% í eigu starfsmanna sinna. Við þjónustum yfir 600 fyrirtæki og bjóðum heildarlausnir í upplýsingatækni sem sérstaklega er beint að smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Við veitum þjónustu um land allt í náninni samvinnu við hæfa samstarfsaðila á landsbyggðinni.

Hugmynd okkar er að veita viðskiptavinum okkar traustustu og bestu mögulegu lausn í upplýsingatækni á sanngjörnu og fyrirsjáanlegu verði. Við veitum 100% ánægjuábyrgð á þjónustu okkar. Þær fáu kvartanir sem við höfum fengið leysum við úr hratt og viðskiptavininum að kostnaðarlausu.

Garnes Data er eitt af nokkrum tæknifyrirtækjum í Garnes Group. Við erum með rekstur í Osló og Sri Lanka ásamt systurfélögum okkar í Kanada, Bandaríkjunum og Brasilíu. Samtals þjónustar hópurinn í kringum 1000 fyrirtæki.

NOKKRIR VIÐSKIPTAVINA OKKAR

Við sérhæfum okkur í þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki. Mörg þeirra eru innan skapandi greina og í menningargeiranum en við erum með allar gerðir fyrirtækja. Hér eru nokkrur þeirra:

Snøhetta
Heimsleiðandi arkitekta og hönnunarfyrirtæki. Við þjónustum fyrirtækið á heimsvísu og veitum því heildarlausn í upplýsingartækni.

Malthe Winje
Norskt verkfræði- og tæknifyrirtæki á heimsvísu. Við veitum heildarlausn í upplýsingatækni með útgangspunkt í þjónustu okkar við deildirnar í Noregi.

Matspecialen
Leiðandi veisluþjónusta í Osló sem semur ekki um neitt annað en hámarksgæði og umhverfisábyrgð. Við veitum þeim heildarlausn í upplýsingartækni.

Fast Food Service Norge
Markaðsleiðandi í tækjum og þjónustu við skyndibitageirann. Við veitum þeim heildarlausn í upplýsingartækni auk blandaðrar skýjalausna.

Norsk Filminstitutt
Framkvæmdaaðili innan Menningarmálaráðuneytisins. Við sjáum um ráðgjöf, skýjaþjónustur, leyfisveitingar og rekstur/vöktun.

Nokkrir lykilstarfsmenn

Við höfum brennandi áhuga á faginu - og að veita viðskiptavinum okkar bestu lausnina.

Tore- 128007 WEB
Tore Foss

CEO, Daglig leder

Tore býr að yfir 20 ára stjórnunarreynslu í fjölmörgum greinum í mörgum heimsálfum. Bakgrunnur hans innifelur mikla frumkvöðlavinnu – síðasta áratuginn innan tölvu- og tækni. Hann er einnig með MSc gráðu í Eðlisfræði frá UiO Háskólanum. Að auki er Tore forstjóri Garnes Gruppen og sinnir þar mörgum ólíkum verkefnum.

Darren - 128622 WEB
Darren Mackay

CTO, Teknisk sjef

Darren hefur langa reynslu af forritun, net- og öryggismálum. Hann hefur séð um endurheimtingu gagna stórra fyrirtækja eftir meiriháttar tölvuslys. Hans áherslur eru bæði á net- og öryggismál og rekstraröryggi jafnt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem og þau stærstu. 

Natacha -127552 WEB
Natacha Askestrand

CMO, Salgs- og markedssjef

Natacha hefur 9 ára reynslu af sölu- og markaðssetningu upplýsingatækni – þar á meðal Microsoft og Lumagate. Hún er sérfræðingur í samsetningu ólíkara lausna sem uppfylla þarfir ólíkra fyrirtækja nú og til framtíðar, ekki síst „skýjaferðina“, sem þúsundir af norskum fyrirtækjum nýta sér nú þegar eða eru að byrja að nota.

Ef þú vilt ræða við einhvern af starfsmönnum okkar hringdu þá bara í skiptiborðið og þú kemst í samband. : +47 21 42 10 10 

Við einföldum ferðalag þitt um skýið!

Garnes Data er sérfræðingur í skýjalausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Hjá okkur ertu vel undirbúin fyrir það sem koma skal en jafnframt með skynsamlegar og einfaldar lausnir fyrir daginn í dag.